Meðferð atkvæðisréttar

Lífsverk leitast við að sækja hluthafafundi þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í. Almennt styður Lífsverk tillögur stjórnar á hluthafafundum, enda sé þess gætt að langtímahagsmunir félagsins fari saman við hagsmuni sjóðfélaga.

Meðferð Lífsverks á atkvæðisrétti í stjórnarkjöri á hluthafafundum skráðra félaga 2025 og frávik frá tillögum stjórnar er birt hér að neðan.

Aðalfundur Heima 2025

11. mars 2025

Aðalfundur Heima hf. var haldinn klukkan 16:00, þriðjudaginn 11. mars 2025 í Grósku, í salnum Eiriksdottir, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. 

DagskrárliðurLagt fram afAfgreiðsla*                    
Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár Kynning
Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingarStjórnSamþykkt
Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á næstliðnu reikningsáriStjórnSamþykkt
Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktarStjórnSamþykkt
Ákvörðun um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfumStjórn Samþykkt
Tillaga um heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé félagsins í tengslum við kaup á öllu hlutafé í Grósku ehf. og Gróðurhúsinu ehf. og samsvarandi breytingu á samþykktum félagsinsStjórnSamþykkt
Tillögur til breytinga á samþykktum:

a) Tillaga um breytingu á 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins, lögð til lækkun hlutafjár til ógildingar á eigin hlutum

StjórnSamþykkt

b) Tillaga um breytingu á 15. gr. samþykkta félagsins, lagt til að bæta við tilnefningu nefndarmanns í endurskoðunarnefnd

StjórnSamþykkt
Kosning félagsstjórnarStjórnSamþykkt
Kosning endurskoðandaStjórnSamþykkt
Tilnefning nefndarmanna í endurskoðunarnefnd Stjórn Samþykkt
Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd Stjórn Sjálfkjörið
Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, nefndarmanna undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar fyrir næsta kjörtímabilStjórnSamþykkt
Breyting á starfsreglum tilnefningarnefndar  Stjórn Samþykkt

*Afgreiðsla fulltrúa Lífsverks á fundinum. Niðurstaða fundar gæti verið önnur.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.