Meðferð atkvæðisréttar

Lífsverk leitast við að sækja hluthafafundi þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í. Almennt styður Lífsverk tillögur stjórnar á hluthafafundum, enda sé þess gætt að langtímahagsmunir félagsins fari saman við hagsmuni sjóðfélaga.

Meðferð Lífsverks á atkvæðisrétti í stjórnarkjöri á hluthafafundum skráðra félaga 2024 og frávik frá tillögum stjórnar er birt hér að neðan.

Aðalfundur Eikar 2024

11. apríl 2024

 

Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. var haldinn kl. 16:00 fimmtudaginn 11. apríl 2024 að Sjálandi, Ránargrund 4, 210 Garðabæ

Dagskrárliður Lagt fram af     Afgreiðsla*                 
Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina síðastliðið ár   Kynning 
Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagðir fram til staðfestingar Stjórn Samþykkt
Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu og greiðslu arðs Stjórn Samþykkt
Ákvörðun um þóknun til stjórnar og nefnda fyrir störf þeirra fyrir komandi starfsár Stjórn Samþykkt
Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins Stjórn Samþykkt
Tillaga um breytingu á samþykktum Stjórn Samþykkt
Kosning félagsstjórnar   Sjálfkjörið
Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd Stjórn

Sjálfkjörið

 Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags  Stjórn  Samþykkt
 Heimild til kaupa á eigin hlutum  Stjórn  Samþykkt
 Ályktunartillaga um breytingu á arðgreiðslustefnu stjórnar  Brimgarðar  ehf          Samþykkt 
 Ályktunartillaga til leiðbeiningar fyrir stjórn um breytingar á samþykktum félagsins er varðar skipun tilnefningarnefndar (allir nefndarmenn séu kosnir af hluthöfum)  Gildi Samþykkt 

 

*Afgreiðsla fulltrúa Lífsverks á fundinum. Niðurstaða fundar gæti verið önnur.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.