Meðferð atkvæðisréttar

Lífsverk leitast við að sækja hluthafafundi þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í. Almennt styður Lífsverk tillögur stjórnar á hluthafafundum, enda sé þess gætt að langtímahagsmunir félagsins fari saman við hagsmuni sjóðfélaga.

Meðferð Lífsverks á atkvæðisrétti í stjórnarkjöri á hluthafafundum skráðra félaga 2024 og frávik frá tillögum stjórnar er birt hér að neðan.

Aðalfundur Arion banka 2024

13. mars 2024

Aðalfundur í Arion banka hf. árið 2024 var haldinn í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19, 105 Reykjavík, þann 13. mars kl. 16:00.

Dagskrárliður Lagt fram af Afgreiðsla*
Skýrsla stjórnar um rekstur, starfsemi og hag bankans á síðasta reikningsári   Kynning
Staðfesting ársreiknings bankans og samstæðureiknings fyrir síðastliðið reikningsár Stjórn Samþykkt
Ákvörðun um greiðslu arðs Stjórn Samþykkt
Kosning stjórnar bankans     
 Gunnar Sturluson    X
 Guðrún Johnsen    
 Kristín Pétursdóttir    X
 Liv Fiksdahl    X
Paul Horner   X
 Peter Franks    
 Steinunn Kristín Þórðardóttir    X
 Kosning stjórnarformanns    Paul Horner
 Kosning varaformanns   Kristín Pétursdóttir 
 Kosning endurskoðunarfélags  Stjórn Samþykkt
Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna bankans og laun nefndarmanna í undirnefndum stjórnar Stjórn Samþykkt
Ákvörðun um þóknun til nefndarmanna í tilnefningarnefnd bankans Stjórn Samþykkt
Kosning tveggja nefndarmanna í tilnefningarnefnd bankans   Sjálfkjörið
 Kosning eins nefndarmanns í endurskoðunarnefnd bankans    
Tillaga að breytingum á starfsreglum tilnefningarnefndar Stjórn Samþykkt
Tillaga um endurnýjun á heimild bankans til kaupa á eigin hlutum og samsvarandi breyting á samþykktum Stjórn Samþykkt
Tillögur að breytingum á samþykktum bankans Stjórn Samþykkt

*Afgreiðsla fulltrúa Lífsverks á fundinum. Niðurstaða fundar gæti verið önnur.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.