Meðferð atkvæðisréttar

Lífsverk leitast við að sækja hluthafafundi þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í. Almennt styður Lífsverk tillögur stjórnar á hluthafafundum, enda sé þess gætt að langtímahagsmunir félagsins fari saman við hagsmuni sjóðfélaga.

Meðferð Lífsverks á atkvæðisrétti í stjórnarkjöri á hluthafafundum skráðra félaga 2022 og frávik frá tillögum stjórnar er birt hér að neðan.

Aðalfundur Eikar 2022

5. apríl 2022

Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. árið 2022 var haldinn þriðjudaginn 5. apríl klukkan 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.

 Dagskrárliður Lagt fram af  Afgreiðsla*  
 Tillaga um starfskjarastefnu félagsins  Stjórn  Samþykkt  
 Kosning stjórnar    Samþykkt  
 Heimild til kaupa á eigin hlutum  Stjórn  Samþykkt  


*Afgreiðsla fulltrúa Lífsverks á fundinum. Niðurstaða fundar gæti verið önnur.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.