Almenni-Lífsverk hefur starfsemi
Starfsemi Almenna-Lífsverks lífeyrissjóðs er formlega hafin. Sjóðurinn er með aðsetur að Dalvegi 30, Kópavogi og hefur skrifstofu Lífsverks á Laugavegi verið lokað. Sjóðfélagar eru velkomnir á skrifstofu sjóðsins á Dalvegi til að hitta ráðgjafa. Mælt er með því að panta tíma.
Við minnum á upplýsingasíðuna með fréttum og ýmsum upplýsingum um framvindu sameiningar og öðrum atriðum sem skipta máli fyrir sjóðfélaga. Sjá meira: Sameining Lífsverks og Almenna
