Lífsverk - lífeyrir, lífeyrislán og séreignasparnaður fyrir verkfræðinga

Almenni-Lífsverk hefur starfsemi

Starfsemi Almenna-Lífsverks lífeyrissjóðs er formlega hafin. Sjóðurinn er með aðsetur að Dalvegi 30, Kópavogi og hefur skrifstofu Lífsverks á Laugavegi verið lokað. Sjóðfélagar eru velkomnir á skrifstofu sjóðsins á Dalvegi til að hitta ráðgjafa. Mælt er með því að panta tíma. Við minnum á upplýsingasíðuna með fréttum og ýmsum upplýsingum um framvindu sameiningar og öðrum atriðum sem skipta máli fyrir sjóðfélaga.

Sjá meira: Sameining Lífsverks og Almenna

Ársskýrsla Lífsverks 2024

Lífsverk lífeyrissjóður gefur út ársskýrslu fyrir aðalfund sjóðsins sem verður þann 8. apríl.

Í ársskýrslunni er ýtarlega fjallað um starfsemi sjóðsins sem og upplýsingar um rekstur, efnahag, samfélagslega ábyrgð og ábyrgar fjárfestingar. Þar má einnig finna hefðbundinn ársreikning.

Lesa meira